Rétthyltingar hafa látið að sér kveða víða um heim en til þess að hita upp fyrir laugardagskvöldið er ekki vitlaust að kanna stöðuna á einni mætri konu sem kemst því miður örugglega ekki til landsins til að fagna með okkur. Það er engin önnur en hún Lára og verður að teljast líklegt að hún sé ein þeirra sem mest mark hefur sett á þennan heim, enda dritar hún gersamlega út úr sér börnum og er nú orðin ein helsta nagla-dívan á öllu Baltimore svæðinu.
"Ég ætla að reyna að fá flugmiða heim á síðustu mínútu. You never know. Mig langar ógeðslega að koma og ég er búin að tala um það á hverjum degi. Kallinn er að verða sick á því að heyra það þannig kannski á hann eftir að gefa mér miða," segir Lára galvösk þegar undirritaður náði tali af henni á msn um daginn.
Lára er búin að koma sér vel fyrir í Baltimore í Bandaríkjunum en þar á hún og rekur naglasnyrtistofuna Nail Expo ásamt eiginmanni sínum. Saman eiga þau þrjá stráka, þá Ryan, Ethan og Tyler og er sá yngsti fæddur í febrúar síðastliðnum.
Lára, hvað ætlarðu eiginlega að eignast marga krakka?
Fjóra stráka!
Er það satt að þú hatir stelpur?
Nei ég hata stelpur ekki. Ég bara veit ekki hvað ég á að gera við þær.
Hafið þú og maðurinn þinn aldrei heyrt um smokkinn?
Er það til?
Ef þú ættir að giska, hvert okkar úr Réttó heldurðu að eigi næstflest börn?
Kristín Jónína.
(sem er reyndar rétt, ásamt Ólöfu Ásmunds, Lindu Björk, Siggu og eflaust fleirum)
Hvað vinna eiginlega margir á Nail Expo, og ræður þú yfir þeim öllum?
Sex! Og já. I'm the boss!!!
Hvenær komstu seinast til Íslands?
Í mars, 2007.
Hver heldurðu að verði fullastur á reunioninu?
Lára! Ef ég verð þarna. Annars þú! (Haukur)
Nú æðir inn hópur af miðaldra Baltimore-frúm með fótsveppi, líkþorn og inngrónar táneglur. Því hefur forstýran á Nail Expo aðeins tíma til að svara einni spurningu og var hún því sérlega vel valin.
Hver var sætasti strákurinn í Réttó?
Damn. Ég man ekki hvað hann heitir! En annars segi ég bara Andri G.
Og við óskum Andra til hamingju með það. Þetta skip hefur þó siglt. En meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá því undirritaður fékk tækifæri til að eiga lunch með frú Láru í stuttu stoppi á Baltimore flugvelli í ágúst árið 2006. Á myndunum má meðal annars sjá viðskiptaveldið sem hún hefur byggt upp sem og húsið hennar og auðvitað af nýjasta barninu á þeim tíma, Ethan.
Haukur
Flokkur: Menntun og skóli | 11.8.2008 | 01:13 (breytt kl. 09:39) | Facebook
Athugasemdir
Þetta kalla ég alvöru Rétthylting!!! Ohhhh væri æði ef þú kæmist!
!nga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:21
Vá glæsilegt Hún er sko alvöru... og bara til hamingju með þetta Lára
Hlakka til að sjá ykkur öll næstu helgi...vúhúúú
Hildur Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:58
Vá maður saknar bara Láru !!! Ég man nú eftir því að hún tók á mér neglurnar og hárið fyrir árshátíð í Réttó .. Algjör snillingur!! ;)
Kristín Linda (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning