10 árum síðar ! :)

Bara til gamans gert þá eru hérna nokkrar spurningar og endilega svara í commenti. Það er alltaf gaman að rifja upp gamla og skemmtilega tíma og verið ófeimin við að svara... Tounge

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag?

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó?

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó?

4)Kúlan eða Áskjör?

5)Langloka eða ostaslaufa?

6)Besta minningin úr Bústöðum? 

 

Styttist svo heldur betur í gleðina hjá okkur og endilega leggið inn á reikninginn sem fyrst, eða fyrir 6.ágústSmile!!  Reikningsnúmerið er 0372-13-701138 kt:240382-3939


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem fyrr skal ég byrja og ég skora líka á Kristínu Lindu að koma hingað því orðið á götunni er að hún hafi verið að skjóta út úr sér einu kríli síðustu helgi.

 En...

1) ég er að læra hagfræði í HÍ og vinn á 24 stundum í sumar

2)versta minningin mín er allavega þegar einhver hópur hélt hurðinni og dönskukennari að nafni Duftið komst ekki út.

3)hiklaust Jón Sprettur enda hef ég tekið mér lífstíl hans til fyrirmyndar í seinni tíð.

4)Kúlumenn voru auðvitað vingjarnlegri en á móti kemur að þá gat maður hnuplað úr Áskjöri með góðri samvisku.

5)Langloka á gamla genginu

6)þegar ég sá Sibbu starfsmann vera að staupa sig í laumi inni á skrifstofu á föstudagskvöldi. Annars fór maður alltaf burt með bros á vör þegar gleðipinninn Magga var á vakt...

Haukur (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:17

2 identicon

Ég tek áskoruninnni Haukur.. Takk fyrir.. já eignaðist lítinn strák sl. föstudag  Bara fallegastur .... En back to the future..

1) Ég kláraði viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst sl. September og fór svo í Meistaranám í stórnun og stefnumótun við HÍ .. hætti þar vegna snúllunnar og fer líklega aftur þegar þar að kemur.. er í barneignafríi.

2) Ein af Uppáhalds minningum mínum er þegar Arnaldur útskýrði fyrir mér að hann gæti ekki krosslagt fæturnar því að þá klemmdust á honum eistun og það væri svo sárt..  svo margar aðrar golden memories..  

3) Gunnar Ásgeirsson.. hann var enn að kenna mér stærðfræði þegar ég var komin á 2 ár í menntó. Mér finnst að hann eigi að fá heiðursverðlaun!

4) Áskjör .. ég fékk margt lánað

5) Ostaslaufa og  kókómjólk...

6) Besta minningin úr bústöðum var eitthvert "sleep-over" þar sem  Þórhallur miðill eða einhver úr sálarrannsóknarfélaginu kom að lýsa fyrir okkur hvað gerist að handan.. það var rosa "fjör" þessa nótt.. nefni engin nöfn.

Koma svo gott fólk

Kristín Linda (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:24

3 identicon

Fyrst fólk hér er svona frekar dofið, eigum við þá ekki að skora á næsta mann?

Ég skora á Hillu H til að svara næst. Ekki það að fólk megi ekki skrifa án þess að það sé skorað á það.. en lííííklegt að það gerist... not

Haukur (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:08

4 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag?er að klára lyfjatækninn, á 4 ára strák og kærasta,bý í Vestubæ Reykjavíkur og er að vinna í apóteki í sumar.

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó?þegar nærbuxunum hans Gumma var flaggað á flaggstöngina fyrir utan smíðastofuna, húsvörðurinn og strákarnir sem gerðu það þurftu að taka stöngina niður til að ná buxunum!!!

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó?Jón Sprettur

4)Kúlan eða Áskjör?Kúlan

5)Langloka eða ostaslaufa?ostaslaufa og sítrónu svali:)

6)Besta minningin úr Bústöðum? Sammála Krissu með Sálarrannsóknarfélagskvöldið! það var magnað!!! + þegar við Hilla H vorum DJ-ar. hehehehehhe

KOMA SVO HILLA H.SENDU OKKUR LÍNU

Inga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:47

5 identicon

PS.minni á að fólk þarf að taka með sér áfengi-það verður fordrykkur en ekki bar opinn :) þetta gleymist á boðskortinu.

iNGA (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:49

6 identicon

1)Ég kláraði viðskiptafræði af markaðssviði úr HR í janúar sl. Er að byrja í nýrri vinnu eftir nokkra daga sem er í sambandi við markaðs-og auglýsingamál.
2)Dálítið erfitt að velja úr Svo ótrúlega margar góðar og skemmtilegar minningar.
3)Ætla bara að velja bekkjarkennarana mína.. Óðinn Pétur og Ása og svo fannst mér alltaf Þorvaldur mjög skemmtilegur.
4)Kúlan... fannst þeir miklu skemmtilegri sem voru að afgreiða þar. Svo fékk maður sér ósjaldan pylsu og súperdós tilboð þar Fannst Jay Leno alltaf frekar fúll þannig forðaðist að fara í Áskjör.
5)Held að það sé nú ostaslaufa og kókómjólk... svo var ég eh voða hrifin af kringlu og smurosti líka.
6)Alveg eins og Ingu þá fannst mér þegar við vorum DJ-ar..það var svakaBúin að steingleyma samt nöfnunum sem var búið að finna á okkur. Annars er það bara böllin og hressa starfsfólkið sem var að vinna þarna. Alltaf gleði í Bústöðum

 Koma svoooo næsti takk.. 

Hildur Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:48

7 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag? Í dag er ég heimavinnandi heimilisGyðja :) Ætla ekki að útskýra hér söguna á bak við það. Á 4 ára yndislegan strák. Hef ekki lokið meira námi ennþá allavega :D

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Jahh það er nú það, margar æðislegar.

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Gulla,Guðný & Birgir.

4)Kúlan eða Áskjör? Kúlan. Pylsutilboðið klikkaði aldrei.

5)Langloka eða ostaslaufa? Ostaslaufa & sítrónusvali.

6)Besta minningin úr Bústöðum? Ég var því miður allt of sjaldan þar... árshátíðirnar auðvitað. 

Hlakka til að sjá ykkur öll. Þetta verður skemmtilegt engin spurning. 

Lilja Bryndís (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 02:48

8 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag? Ég er að vinna og er mamma.

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Margar

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Gulla

4)Kúlan eða Áskjör? Kúlan og pylsutilboðin.

5)Langloka eða ostaslaufa? Langloka

6)Besta minningin úr Bústöðum? Man ekki í augnablikinu.

Eva Sigurgeirs. (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 02:52

9 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag? Ég er 5. árs læknanemi og alveg að verða mamma :) Á von á mér 14. ágúst :)

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Hmmm.... ég get eiginlega ekki valið, margar góðar stundir sem koma upp í hugann.

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Gulla, ekki spurning

4)Kúlan eða Áskjör? Kúlan

5)Langloka eða ostaslaufa? Ostaslaufa

6)Besta minningin úr Bústöðum? Ég á einnig fullt af góðum minningum úr Bústöðum, skíðaferð til Akureyrar stendur líklega upp úr.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:55

10 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag?  Ég er lærður húsasmiður. Giftur með 15 mánaða gamla stúlku, líf mitt og yndi.

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Ætli það hafi ekki verið þegar ég og Jói Barkley tróðum upp á árshátíðinni í 10. bekk. það var kúl. Já og þegar við vorum á Arnarstapa á Snæfellsnesi og settum tannkrem á efrivörina á frk. Fríðu Völu um miðja nótt.

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Óðinn Pétur, ekki spurning.

4)Kúlan eða Áskjör? Kúlan, pulsa og súperdós.


5)Langloka eða ostaslaufa? uuuuu.....já...fjórir

6)Besta minningin úr Bústöðum? Þegar allir voru fullir fyrir utan á gamlárs, hehehehe

Þröstur Hlynsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:10

11 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag? Lærð félagsliði, búin að vera heima síðan ég hætti á sjónum, á tvö kvikindi stelpu(2) og strák(1/2), gift og alles frábært.

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Jahá.... held að það sé eitthvað gegnsætt við þá minningu

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Spretturinn og Óðinn við át a dát.

4)Kúlan eða Áskjör? verð að segja Áskjör, það var alltaf svo mikið fríkeypis þar :)

5)Langloka eða ostaslaufa? jamm.... langloka

6)Besta minningin úr Bústöðum? Vangadansarnir yrðu nánari og hægari með árunum.... ágætis gaur þessi Bóas líka (held hann heiti það) :)

Sigga (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:11

12 identicon

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag? Ég er í fjarnámi á sjúkraliðabraut,vinna á daginn.Á einn 4 ára gutta og kærasta.Svo á ég eina 3 ára fósturdóttir :)

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó? Það eru margar...

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó? Óðinn Pétur og Ása.Man ekki eftir mörgum kennurum.

4)Kúlan eða Áskjör? Kúlan

5)Langloka eða ostaslaufa? Langloka

6)Besta minningin úr Bústöðum? Böllin og billjard

Kristjana (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:23

13 identicon

Góðan dag. Jæja langt síðan síðast... maður þarf að fara að rifja upp nöfn svo maður geri sig ekki að algjöru fífli þegar maður hittir þetta lið loks aftur. 

1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag?
Ég er lærður bakari en vinn yfirleitt við gólflagnir nokkra mánuði á ári. Mitt megin starf þessa dagana og reyndar síðastliðin ár hefur samt verið heimavinnandi húsfaðir. 

2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó?
Margar góðar sem rifjast upp þegar maður les frásagnir frá fleiri aðilim eins og tannkremið á Fríðu Völu undir snæfellsjökli... Ferlega fyndið... Þegar nokkrir einstaklingar sprautuðu munnskoli upp í saumakennarann. Stuttmyndagerð fyrir Dönsku tíma þar sem frú Ása kennari var ekki par hrifin.... og margt fleira 

3)Uppáhalds kennarinn í Réttó?
Verð nú að segja að sá eini sem var skráður kennari en kenndi ekki neitt og fær því verlaunin uppáhalds kennarinn er enginna  annar en Kristman Eyðson... Ef hann er ekki dauður þá verði þið að bjóða honum

4)Kúlan eða Áskjör?
Að sjálfsögðu Sibbi og Kolli í Kúlunni. 

5)Langloka eða ostaslaufa?
Langloka... ekki spurning. 

6)Besta minningin úr Bústöðum? 
 Var nú bara aldrei í bústöðum þannig að ég tjái mig ekkert um það....

Jæja hafið það gott. Sjáumst í Víkinni. 

Borgþór Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:32

14 identicon

JÁÁÁÁ....HVAR ER KRISTMANN EIÐSSON?????? mar horfði bara á einhverja þætti sem hann var búin að þýða textann við í enskutímum hjá honum. hahhahahaha

!nga (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband