Færsluflokkur: Menntun og skóli
Menntun og skóli | 19.8.2008 | 22:41 (breytt 9.9.2013 kl. 21:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Takk fyrir frábært kvöld saman!!
Þetta var ótrúlega gaman og að sjá öll "gömlu" andlitin aftur eftir 10 ár!
Inga
Menntun og skóli | 18.8.2008 | 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jæja!! Á morgun verður RÉTTÓ-REUNIONIÐ okkar og ég veit að margir bíða spenntir eftir þessu kvöldi
Við erum komin með myndband í okkar hendur frá Birgi kennara sem við ætlum að sýna á morgun og get ég lofað ykkur að það verður gaman að horfa á það, ásamt gömlum og góðum ljósmyndum.
Endilega þeir sem ætla að koma og eru ekki búnir að borga leggi inn á reikninginn okkar góða.
Hlökkum til að sjá ykkur í VÍKINNI á morgun...........
MUNA AÐ TAKA NÓGU MIKIÐ ÁFENGI MEÐ SÉR!!!!!
Menntun og skóli | 15.8.2008 | 22:08 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við vitum að enn eiga nokkrir eftir að borga sem ætla sér að mæta og við hvetjum fólk til þess að drífa í því. Annars erum við kominn með um það bil nógan pening fyrir helstu kostnaðarliðum og því getum við notað það sem á eftir að koma í meiri fordrykk eða áfengi og snakk í einhverju formi.
Við höfum því ákveðið að HAFA OPIÐ FYRIR SKRÁNINGU FRAM Á FÖSTUDAG. Þá höfum við ennþá frest til að kaupa meira áfengi áður en partíið skellur á.
Endilega leggið inn á--rkn: 0372-13-701138, kt. 240382-3939. Í tilvísun setjið fyrstu 7 stafi í kennitölunni ykkar.
Menntun og skóli | 12.8.2008 | 00:44 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rétthyltingar hafa látið að sér kveða víða um heim en til þess að hita upp fyrir laugardagskvöldið er ekki vitlaust að kanna stöðuna á einni mætri konu sem kemst því miður örugglega ekki til landsins til að fagna með okkur. Það er engin önnur en hún Lára og verður að teljast líklegt að hún sé ein þeirra sem mest mark hefur sett á þennan heim, enda dritar hún gersamlega út úr sér börnum og er nú orðin ein helsta nagla-dívan á öllu Baltimore svæðinu.
"Ég ætla að reyna að fá flugmiða heim á síðustu mínútu. You never know. Mig langar ógeðslega að koma og ég er búin að tala um það á hverjum degi. Kallinn er að verða sick á því að heyra það þannig kannski á hann eftir að gefa mér miða," segir Lára galvösk þegar undirritaður náði tali af henni á msn um daginn.
Lára er búin að koma sér vel fyrir í Baltimore í Bandaríkjunum en þar á hún og rekur naglasnyrtistofuna Nail Expo ásamt eiginmanni sínum. Saman eiga þau þrjá stráka, þá Ryan, Ethan og Tyler og er sá yngsti fæddur í febrúar síðastliðnum.
Lára, hvað ætlarðu eiginlega að eignast marga krakka?
Fjóra stráka!
Er það satt að þú hatir stelpur?
Nei ég hata stelpur ekki. Ég bara veit ekki hvað ég á að gera við þær.
Hafið þú og maðurinn þinn aldrei heyrt um smokkinn?
Er það til?
Ef þú ættir að giska, hvert okkar úr Réttó heldurðu að eigi næstflest börn?
Kristín Jónína.
(sem er reyndar rétt, ásamt Ólöfu Ásmunds, Lindu Björk, Siggu og eflaust fleirum)
Hvað vinna eiginlega margir á Nail Expo, og ræður þú yfir þeim öllum?
Sex! Og já. I'm the boss!!!
Hvenær komstu seinast til Íslands?
Í mars, 2007.
Hver heldurðu að verði fullastur á reunioninu?
Lára! Ef ég verð þarna. Annars þú! (Haukur)
Nú æðir inn hópur af miðaldra Baltimore-frúm með fótsveppi, líkþorn og inngrónar táneglur. Því hefur forstýran á Nail Expo aðeins tíma til að svara einni spurningu og var hún því sérlega vel valin.
Hver var sætasti strákurinn í Réttó?
Damn. Ég man ekki hvað hann heitir! En annars segi ég bara Andri G.
Og við óskum Andra til hamingju með það. Þetta skip hefur þó siglt. En meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá því undirritaður fékk tækifæri til að eiga lunch með frú Láru í stuttu stoppi á Baltimore flugvelli í ágúst árið 2006. Á myndunum má meðal annars sjá viðskiptaveldið sem hún hefur byggt upp sem og húsið hennar og auðvitað af nýjasta barninu á þeim tíma, Ethan.
Haukur
Menntun og skóli | 11.8.2008 | 01:13 (breytt kl. 09:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allir að hita sig upp fyrir Reunionið og horfá King of Queens-þáttinn í kvöld!
Menntun og skóli | 7.8.2008 | 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þann 10.ágúst vonumst við til þess að þeir sem ætla að mæta verði búnir að leggja inn á rknþví meira sem er lagt inná því meiri fordrykkur og skemmtun
ÞAÐ ER KOMIN GÓÐ MÆTING NÚ ÞEGAR EN VILJUM SJÁ FLEIRI!
Koma svo Rétthyltingar,mæta!
Menntun og skóli | 6.8.2008 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara til gamans gert þá eru hérna nokkrar spurningar og endilega svara í commenti. Það er alltaf gaman að rifja upp gamla og skemmtilega tíma og verið ófeimin við að svara...
1)Hvað ertu að gera í lífinu í dag?
2)Hver er uppáhalds minningin þín úr Réttó?
3)Uppáhalds kennarinn í Réttó?
4)Kúlan eða Áskjör?
5)Langloka eða ostaslaufa?
6)Besta minningin úr Bústöðum?
Styttist svo heldur betur í gleðina hjá okkur og endilega leggið inn á reikninginn sem fyrst, eða fyrir 6.ágúst!! Reikningsnúmerið er 0372-13-701138 kt:240382-3939
Menntun og skóli | 1.8.2008 | 14:01 (breytt kl. 14:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Menntun og skóli | 17.7.2008 | 01:14 (breytt kl. 01:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Með aðstoð Google tókst okkur að grafa upp tvo af þeim allra vinsælustu en eins og sjá má hafa árin leikið þau vel. Þá sérstaklega daman á kantinum en þeir sem þekkja hana á myndinni fá verðlaun; roast-beef samloku eða hrökkbrauð með smurosti og kókómjólk frá Bíbí og Líney.
Annars þarf að ákveða hvaða kennurum á að bjóða og eru eftirfarandi kostir í boði:
1. Bara umsjónarkennurum
2. Útvöldum
3. Öllum skaranum eins og hann leggur sig + Bíbí og Líney sem yrðu að sjálfsögðu heiðursgestir
Hvað vill fólk? Eru einhverjir kennarar sem eftirsóttari eru en aðrir?
Menntun og skóli | 16.7.2008 | 10:49 (breytt kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)